Miðarnir hans Gústa


Ágætu lesendur.

Allt frá árinu 2002 hef ég verið að rannsaka sögu Gústa Guðsmanns, sem fæddist í Dýrafirði 1897 en flutti til Siglufjarðar árið 1929 og bjó hér nokkurn veginn samfellt til 1985. Ég hef viðað að mér miklu efni, í formi segulbandsviðtala og annars, og hyggst ljúka skrifum á komandi vori.

Eitt af því sem ég hef verið að skoða er handskrifuðu miðarnir, sem hann rétti að fólki. Ég veit um á.a.g. 200, hér og þar, en hefði áhuga á að vita hvort fleiri ættu einhverja slíka. Þar er ég einkum að fiska eftir því hvaðan úr Biblíunni ritningargreinarnar eru teknar. Ef þið eruð í þeim hópi að eiga slíkar gersemar, eða einhver önnur minningabrot um þessa alþýðuhetju, þætti mér vænt um að fá að heyra í ykkur, annað hvort í síma (4671263 og 8990278) eða bréfleiðis. Netfang mitt er [email protected]

Með fyrirfram þökk.

Sigurður Ægisson
Hvanneyrarbraut 45

580 Siglufirði

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]