Metveiði hjá Sólberginu?


Fréttastofa ríkisútvarpsins greindi frá því á þriðja tímanum í dag að frystitogarinn Sólberg ÓF-1 væri á leið til hafnar í Siglufirði með rúmlega 1.760 tonn af afla. Upphaflega var sagt frá þessu á Facebook-síðu Sjómannafélags Ólafsfjarðar. Þar er staðhæft að ekkert íslenskt skip hafi veitt meira af bolfiski í einum túr, en Fiskistofa á enn eftir að staðfesta aflatölur. Sjá nánar hér.

Mynd (úr safni): Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Texti: RÚV / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

 

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is