Metumferð um Héðinsfjarðargöng


Nýjar tölur sem byggðar eru á upplýsingum frá Friðleifi I. Brynjarssyni hjá umferðardeild Vegagerðarinnar sýna að meðalumferð um Héðinsfjarðargöng fyrstu átta mánuði þessa árs var 663 bílar á dag, sem er 7% meiri umferð en í fyrra, sem þá var met síðan göngin voru opnuð. Umferð um Almenninga (Strákagöng) á sama tímabili var 245 bílar á dag, sem er 11% aukning.
Um verslunarmannahelgina í ár fóru að meðaltali 2.258 bílar á dag um Héðinsfjörð og Almenninga (frá föstudegi til mánudags) en 2.070 sömu vikudaga um Pæjumótshelgina. Stundum áður hefur verið meiri umferð um aðra helgi ágústmánaðar heldur en þá fyrstu.
Þess má geta að áður er ráðist var í gerð Héðinsfjararganga var áætlað að umferðin yrði 350 bílar á dag að meðaltali allt árið, og þótti sumum það of bjartsýn spá. Nú stefnir í að bílarnir verði 550-600 á dag þetta árið.
Línurit og tafla: Umferðardeild Vegagerðarinnar, Akureyri.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is