Metið slegið


Met gærdagsins hvað snertir umferð um Héðinsfjarðargöng var slegið í
dag, því samkvæmt korti og línuriti Vegagerðarinnar höfðu 963 bílar
farið þar í gegn frá miðnætti og til kl. 23.50. Á sama tíma fóru 845
bílar yfir Öxnadalsheiði. Teljari á Siglufjarðarvegi er hins vegar
bilaður, því hann sýnir 12172.

Fróðlegt verður að sjá tölur páskadags er
þar að kemur.

Alls höfðu 963 bílar farið um Héðinsfjarðargöngin í dag þegar 10 mínútur voru til miðnættis.

Gærdagurinn er til vinstri. Þyngst var umferðin í dag um kl. 15.00 eins og hér sést.

Kort og línurit: Vegagerdin.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is