Merkileg veggmynd

„Vegg­mynd eft­ir Hörð Ágústs­son mynd­list­ar­mann fannst fal­in á bak við vegg í gamla Gagn­fræðaskól­an­um á Sigluf­irði. Verkið, sem er frá ár­inu 1957, féll í gleymsku og jafn­vel fjöl­skylda Harðar vissi ekki um til­vist þess. Aðal­steinn Ing­ólfs­son list­fræðing­ur hef­ur lagst í rann­sókn­ar­vinnu og tel­ur fund­inn mjög merki­leg­an í ís­lenskri mynd­list­ar­sögu.

Bygg­ing­in var seld og af­hent nýj­um eig­end­um í fyrra. Þegar haf­ist var handa við að breyta hús­næðinu og inn­rétta þar íbúðir var ytra byrði veggs í and­dyri fjar­lægt. Kom þá í ljós að þar und­ir var stór vegg­mynd, 3 x 5 metr­ar, og gerð að mestu leyti úr kork­flís­um. Reynd­ist mynd­in vera verk eft­ir Hörð Ágústs­son lista­mann, verk sem hafði fallið í gleymsku.“

Mbl.is greindi frá þessu á dögunum. Sjá nánar þar.

Mynd: Mbl.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | [email protected]