
„Veggmynd eftir Hörð Ágústsson myndlistarmann fannst falin á bak við vegg í gamla Gagnfræðaskólanum á Siglufirði. Verkið, sem er frá árinu 1957, féll í gleymsku og jafnvel fjölskylda Harðar vissi ekki um tilvist þess. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur hefur lagst í rannsóknarvinnu og telur fundinn mjög merkilegan í íslenskri myndlistarsögu.
Byggingin var seld og afhent nýjum eigendum í fyrra. Þegar hafist var handa við að breyta húsnæðinu og innrétta þar íbúðir var ytra byrði veggs í anddyri fjarlægt. Kom þá í ljós að þar undir var stór veggmynd, 3 x 5 metrar, og gerð að mestu leyti úr korkflísum. Reyndist myndin vera verk eftir Hörð Ágústsson listamann, verk sem hafði fallið í gleymsku.“
Mbl.is greindi frá þessu á dögunum. Sjá nánar þar.
Mynd: Mbl.is.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.