Menntskælingar heimsækja Siglufjörð


Á þriðjudaginn var, 15. mars síðastliðinn, komu um 100 nemendur úr
Menntaskólanum á Akureyri ásamt sjö kennurum sínum í heimsókn til
Siglufjarðar og litu í kringum sig á fyrirfram ákveðnum stöðum, þ.e.a.s.
í Síldarminjasafninu, Bræðsluminjasafninu, Bátahúsinu, Þjóðlagasetrinu
og Siglufjarðarkirkju. Var þarna um að ræða námsferð 1. bekkjar F, G, H og
I, og tengist atvinnusögu landsins.

Ferðasagan er annars rakin á heimasíðu MA. Sjá einnig umfjöllun Sverris Páls Erlendssonar um heimsóknina 4. nóvember 2010.

Meðfylgjandi ljósmyndir tók Guðjón H. Hauksson.

Myndir: Guðjón H. Hauksson.


Texti:
Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is