Menntaskólinn á Tröllaskaga settur í fyrsta sinn


Ágætu íbúar Fjallabyggðar.

Laugardaginn 21. ágúst verður Menntaskólinn á Tröllaskaga settur í
fyrsta sinn. Það er okkur sönn ánægja að bjóða ykkur að taka þátt í
þessum gleðidegi með okkur.

Dagskrá:

14:00 Setningarathöfn í Tjarnarborg, Ólafsfirði.

15:00 Menntaskólinn á Tröllaskaga.

a) Gjöf frá Háfelli, steinn úr Héðinsfjarðargöngum afhjúpaður.

b) Sr. Sigríður Munda Jónsdóttir blessar skólahúsið.

c) Skólinn formlega settur af skólameistara.

d) Opið hús með kaffi, ástarpungum ásamt ís fyrir börnin.

Virðingarfyllst

Lára Stefánsdóttir

skólameistari

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is