Menningarlæsi á Siglufirði


Um 130 nemendur í menningarlæsi í 1. bekk Menntaskólans á Akureyri fóru í gær í námsferð til Siglufjarðar ásamt sjö kennurum. Um er að ræða fimm bekki og fóru þeir hringferð um söfnin hér í bæ – Roaldsbrakka, Gránu, Bátahúsið og Slippinn – og nokkrir auk þess í Þjóðlagasetrið. Einnig var komið við í Siglufjarðarkirkju.

Sjá nánar pistil Sverris Páls Erlendssonar um þetta á heimasíðu MA.

Nemendur og kennarar MA fyrir utan Siglufjarðarkirkju í gær, að aflokinni fræðslu- og söngstund.

Mynd: Sigurður Ægisson | [email protected]
Texti: Sverrir Páll Erlendsson / Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]