Meistaramót GKS


 

Golfklúbbur Siglufjarðar vekur athygli á því að meistaramót klúbbsins er hafið. Meistaramót GKS er spilað í þremur flokkum, 1. fl. karla, 2. fl. karla og kvennaflokki.

Fyrstu 18 holur skulu spilaðar í vikunni 8.?12. júlí, að minnsta kosti tveir keppendur saman í holli, 18 holur spilaðar kl. 10:00 á laugardegi og 18 holur kl. 10:00 á sunnudegi.

 

Meistaramót GKS er einungis fyrir skráða klúbbmeðlimi.

Skráning er í fullum gangi á www.golf.is, í síma 660-1028 og á netfanginu vefstjoriGKS@gmail.com.

 

Kveðja,

Golfklúbbur Siglufjarðar

Mynd og texti: Aðsent.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is