Meirihlutinn er fallinn


Meiri­hlut­inn í bæj­ar­stjórn Fjalla­byggðar er fall­inn eft­ir að Krist­inn Kristjáns­son, sem kos­inn var fyr­ir Fjalla­byggðarlist­ann, gekk úr meiri­hluta­starfi flokks­ins með Sam­fylk­ing­unni. Mbl.is greindi frá þessu fyrr í kvöld. Sam­kvæmt heim­ild­um vefsins ætl­ar Krist­inn að vera sjálf­stæður í bæj­ar­stjórn í kjöl­farið.

Áfram segir þar:

„F-list­inn var stofnaður árið 2014 og náði  tveim­ur mönn­um inn í bæj­ar­stjórn í kosn­ing­um það ár. Það gerði Sam­fylk­ing­in líka og mynduðu flokk­arn­ir tveir meiri­hluta­sam­starf, en sjö full­trú­ar eiga sæti í bæj­ar­stjórn­inni. Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn náði einnig tveim­ur mönn­um inn, en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ein­um full­trúa.

Á síðasta kjör­tíma­bili mynduðu fyrst sjálf­stæðis­menn og fram­sókn­ar­menn meiri­hluta, en hann sprakk á miðju tíma­bili og tóku sjálf­stæðis­menn sam­an við einn full­trúa úr Vinstri græn­um og einn úr Sam­fylk­ingu.

Hvorki náðist í Krist­in né Rík­h­arð Hólm Sig­urðsson, sem voru báðir kosn­ir fyr­ir Fjalla­byggðarlist­ann, við gerð frétt­ar­inn­ar né full­trúa Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Ekki hef­ur verið hald­inn bæj­ar­stjórn­ar­fund­ur eft­ir að málið kom upp, en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is til­kynnti Krist­inn um ákvörðun sína með tölvu­pósti fyrr í dag.“

Mynd: Úr safni.
Texti: Mbl.is / Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is