Meiri umferð en í fyrra


Talning á umferð um Héðinsfjörð síðustu tvær vikur, frá 14. júlí til 27. júlí, sýnir að umferðin í ár er 8% meiri en á sama tíma í fyrra. Þá fóru að meðaltali 1.009 bílar á dag um Héðinsfjörð en 1.090 nú. Þessi talning er byggð á gögnum frá veðurstöð Vegagerðarinnar í Héðinsfirði, samkvæmt upplýsingum frá Friðleifi Inga Brynjarssyni verkefnastjóra hjá umferðardeild Vegagerðarinnar á Akureyri.

Fróðlegt verður að fylgjast með bílafjöldanum næstu daga og vikur. Frídagur verslunarmanna var 5. ágúst í fyrra en er 4. ágúst í ár. Pæjumótið var 9.-11. ágúst í fyrra en er 8.-10. ágúst í ár (og Fiskidagurinn mikli 7.-10. ágúst). Mesta umferðin í fyrra var einmitt á laugardeginum um Pæjumótshelgina.

Myndir og texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is