Með rætur í siglfirskum jarðvegi


Í Morgunblaðinu í dag, á bls. 12 og 13, og á Mbl.is er viðtal við þau hjónin Ullu Schjørr­ing og Helga Þór Steingrímsson og í prentútgáfunni við elstu dóttur þeirra líka. Helgi á ættir að rekja til Siglufjarðar, því faðir hans var Steingrímur Dalmann Sigurðsson (f. 1942, d. 2017), sem fæddist á Dalabæ í Úlfsdölum og ólst þar upp til átta ára aldurs en flutti svo með foreldrum sínum hingað. Hann byrjaði til sjós 15 ára gamall, lauk vélstjóranámi árið 1959 og útskrifaðist frá Skipstjóra- og stýrimannaskólanum árið 1964. Hann stundaði sjómennsku mestallan starfsaldur sinn, lengst af sem skipstjóri á Bjarnarey VE 501.

Sjá hér fyrir neðan.

Mynd: Mbl.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.
Fylgja: Úr Morgunblaðinu í dag.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is