Matthías leggur Ljóðasetrinu lið


Matthías Johannessen skáld hefur afhent Ljóðasetri Íslands á Siglufirði tugi ljóðabóka eftir sig og aðra. Verða þær komnar á sinn stað þegar setrið verður vígt föstudaginn 8. júlí. Matthías hitti Þórarin Hannesson, forstöðumann Ljóðasetursins, í Reykjavík í gær, lýsti mikilli ánægju með hugmyndina og taldi Siglufjörð tilvalinn stað fyrir setrið, enda væri hann menningarbær frá fornu fari. Matthías vann á Siglufirði í tvö sumur á skólaárum sínum, í verksmiðjunum og tollinum.

Matthías afhenti Þórarni óbirt ljóð sem verður flutt við vígsluna. Þá lýsti Matthías áhuga á að heimsækja Siglufjörð og lesa þar upp nokkur ljóð eftir sig, líkt og hann gerði fyrir rúmum áratug, við góðar undirtektir.

Matthías og Þórarinn á Hótel Sögu í gær.

Mynd og texti: Aðsend frétt frá Ljóðasetri Íslands.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is