Maríuerlan í Morgunblaðinu


Í Morgunblaði gærdagsins, á bls. 19, var birt ljósmynd ungs
Siglfirðings, Mikaels Sigurðssonar. Þetta væri ekki í frásögur færandi
nema fyrir það að hann er einungis 10 ára gamall og er þetta fyrsta mynd
hans sem birtist á prenti. Hann var þó kominn með bakteríuna um vorið
2012, notaði þá gamlan Samsung myndavélarsíma, sem og árið 2013, en
óskaði sér almennilegrar myndavélar í jóla- og afmælisgjöf nú síðast og
fyrir valinu varð Panasonic Lumix DMC-FZ60/62.

Pilturinn er mikið náttúrubarn, áhugasamur um lífríkið og nýtur þess að vera úti, t.d. við að mynda fugla og allt sem þeim tengist, en hefur ekki síður áhuga á hvölum og er farinn að iða í skinninu vegna hvalaskoðunarvertíðarinnar sem er nýhafin víða um land.

Nú er bara spurning hvort honum takist að festa annað eins augnablik á hafinu og það sem Morgunblaðsfólkið sá ástæðu til að láta prýða miðopnu blaðsins 27. maí 2014.

19. maí 2012.

Í hvalaskoðunarferð, þá 8 ára, á Skjálfandaflóa.

Mikael, 25. júní 2012, klappar rjúpu,

sem liggur þarna á 11 eggjum í landi Haga 1 í Aðaldal, í Suður-Þingeyjarsýslu.

Þar búa móðurafi hans og amma.

Annað sjónarhorn.

30. júní 2013.

Sandlóuhreiður við flugbrautina ljósmyndað með gamla snjallsímanum.

6. ágúst 2013.

Dettifoss í öllu sínu veldi. Og enn er það Samsung.

8. febrúar 2014.

Með nýju vélina á fótboltamóti í Boganum á Akureyri.

22. mars 2014.

Eitthvað merkilegt í sigtinu.

15. maí 2014.

Landselur í fjörunni í Haganesvík.

Úr vél Mikaels um svipað leyti.

25. maí 2014.

Með óvenju gæfa æðarkollu, sem lá þarna á eggjum sínum.


Sama.

Myndin í Morgunblaðinu.

Og maríuerlan góða í aðeins stærri upplausn.

Myndir: Mikael Sigurðsson og Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is