Margt um að vera í Fjallabyggð


Margt er um manninn í Fjallabyggð þessa dymbilvikuna, menningarlíf blómstrar og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, eins og líka Viðburðaskrá Fjallabyggðar ber með sér.

Sýning Ljósmyndaklúbbs Fjallabyggðar í Bláa húsinu á Rauðkutorgi er eitt af því fjölmarga sem í boði er og á meðal þeirra u.þ.b. 300 gesta sem þar hafa litið inn í gær og dag eru hjónin Gunnar Bergmann Jónsson og Halla Hallgeirsdóttir úr Garðabæ, sem m.a. skoðuðu myndir sem Kristín Sigurjónsdóttir tók í ógleymanlegu brúðkaupi þeirra á föstudaginn langa fyrir tveimur árum síðan, 18. apríl 2014.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is