Margt leynist í djúpinu


Bryggjuveiði er að glæðast í Siglufirði. Ungir drengir sem upp á hvern einasta dag hafa verið á og við Óskarsbryggju eftir að sól tók að hækka á lofti hafa verið að fá sitt lítið af hverju úr djúpinu, s.s. marhnúta, rauðsprettur (skarkola), sandkola, silunga og þorska. Og krabbagildra, sem út hefur verið lögð, er að gefa eitt og annað til skoðunar og lærdóms.

Í dag nældu þeir svo í flundru. Sú tegund veiddist fyrst við Ísland í september 1999.

Það er ekki annað hægt að segja en að æska þessa bæjar sé  í fínum málum, enda líka varlega farið í hvívetna. Að sjálfsögðu. Og sumarið er ungt.

Á forsíðumynd og hér fyrir neðan má líta sýnishorn aflans.

Myndir: Hörður Ingi Kristjánsson og Tryggvi Þorvaldsson.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is