Margra mánaða regn á einum degi


Nú virðist hafa dregið verulega úr úrkomunni á Siglufirði. Mest rigndi kl. 10.00-12.00 í gær, 22,7 mm. Úrkoman milli kl. 11.00 og 12,00 11,6 mm á einni klukkustund, samsvarar 278 mm sólarhringsúrkomu. Það er nálægt Íslandsmetinu frá Kvískerjum, 293 mm, sem mun vera met við Norður-Atlantshaf.

Frá kl. 09.00 í gærmorgun til kl. 09.00 í morgun mældist úrkoman á Sauðanesi, vestan Strákaganga, 114,7 mm.  Frá miðnætti til miðnættis var úrkoman á Siglufirði 97,0 mm, skv. upplýsingum á vefsíðu Veðurstofunnar. Það mun vera svipuð úrkoma eins og að jafnaði á Akureyri í júní, júlí og ágúst – í þrjá mánuði.

Myndir: Hreiðar Jóhannsson og Sveinn Þorsteinsson.
Texti: Jónas Ragnarsson.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]