Margfaldir Íslandsmeistarar


Íslandsmótið í borðtennis fór fram í Reykjavík um síðustu helgi, 5. og 6. mars. Þá urðu Íslandsmeistarar í einliða- og tvíliðaleik siglfirskar stúlkur, þær Halldóra og Magnea Ólafs, dætur Soffíu og dótturdætur þeirra Halldóru S. Jónsdóttur og Jóhannesar Þórðarsonar fyrrverandi yfirlögregluþjóns; eiginmaður Soffíu er Ólafur K. Ólafs.

 

Halldóra sigraði í einliðaleik meistaraflokks kvenna, vann yngri systur sína, Magneu, í úrslitum. Saman urðu þær síðan Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna. Magnea sigraði svo einnig í einliðaleik í 1. flokki kvenna. Þær spila báðar fyrir Víking.

Frétt Stöðvar 2 um mótið sunnudaginn 6. mars er að finna hér.

  

Halldóra, sem lauk í desember 2009 BS í ljósmyndun frá  Brooks Institute í Santa Barbara, tók myndir af keppni á fyrri degi Íslandsmótsins í borðtennis; slóðin þangað er http://halldoraolafs.com/islandsmot2011/. Hún er einnig með heimasíðuna http://www.halldoraolafs.com/.

Þar með er ekki allt sagt, því á http://vimeo.com/14630039 má sjá myndband Daniels Boswell, þar sem Halldóra rekur bolta á undan sér um götur LA. Það var ætlað til kynningar á NEX5 vél frá Sony og er 2 mínútur að lengd.

Gaman að þessu.

Siglfirðingur.is óskar þeim systrum og fjölskyldu þeirra innilega til hamingju með allt þetta.

Hér má sjá úrklippu úr Morgunblaðinu frá því á mánudaginn var, 7. mars.


Íslandsmeistarar í borðtennis í einliðaleik karla og kvenna, Guðmundur E. Stephensen og Halldóra Ólafs.

Íslandsmeistarar 2011 í borðtennis.

F.v.: Óli Páll Geirsson (í 1. fl. karla),
Guðmundur E. Stephensen og Halldóra Ólafs (í einliða- og tvíliðaleik),

Magnea Ólafs (í tvíliðaleik og 1. fl. kvenna) og Magnús K. Magnússon
(í tvíliðaleik).

Myndir: Aðsendar.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is