Mannlíf í Aðalgötunni


?Í Kiljunni í kvöld förum við til Siglufjarðar og hittum þar þúsundþjalasmiðinn og athafnamanninn Örlyg Kristfinnsson. Örlygur er myndlistarmaður og safnstjóri á hinu stórkostlega Síldarminjasafni, en hann fæst líka við ritstörf og sendi nýlega frá sér bókina Svipmyndir úr síldarbæ,? ritar Egill Helgason í færslu á bloggi sínu á Eyjunni.is í dag.

Og áfram segir hann: ?Örlygur leiðir okkur um hina sögufrægu Aðalgötu á Siglufirði sem iðaði af lífi á síldarárunum og þar sem voru knæpur, danshús og bíó og svo kristileg samkomuhús til að sporna á móti sollinum.?

Og fleira er þar á dagskrá líka.

Sjá hér.

Egill og tökulið hans á vettvangi í Aðalgötunni 23. febrúar síðastliðinn.

Örlygur Kristfinnsson í Bátahúsinu tæpum mánuði síðar, 18. mars.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is