Mandarínöndin komin með dömu


Þau tíðindi eru helst af fuglalífinu nyrst á Tröllaskaga, að mandarínöndin sem fyrst sást hér í byrjun janúar á þessu ári er komin með siglfirska dömu upp á arminn. Er þar um að ræða stokkandarkollu. Þau hafa sést á Leirunum undanfarið, ásfangin upp fyrir haus.

Það verður fróðlegt að sjá hvað þetta samband gefur af sér.

Og, jú, óðinshaninn er kominn.

Mynd: Örlygur Kristfinnsson.
Texti: Sigurður Ægisson │ sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is