Mánabergið selt til Rússlands


Mánaberg ÓF-42, eitt skipa Ramma hf., hefur verði selt til Rússlands. Á hádegisflóðinu í dag var því siglt frá Ólafsfirði áleiðis til Murmansk með rússneskri áhöfn.

Mánaberg ÓF-42 var smíðað á Spáni árið 1972 fyrir Bæjarútgerð Reykjavíkur. Sæberg hf. í Ólafsfirði keypti skipið árið 1986 og breytti því í frystitogara og hóf það veiðar undir merkjum þess fyrirtækis árið eftir.

Mánaberg er mikið happafley og hefur ávallt verið með aflahæstu skipum. Á þeim þrjátíu árum sem það hefur verið í útgerð Sæbergs hf. (seinna Ramma hf.) er afli þess um 200 þúsund tonn.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is