Mánaberg ÓF 42 að koma inn til löndunar


Mánaberg ÓF 42 er að koma inn til löndunar eftir 26
daga veiðiferð fyrir vestan land og hér fyrir norðan. Veiði var mjög
góð, að sögn Björns Valdimarssonar, markaðsstjóra hjá Ramma hf., afli úr
sjó 646 tonn í heildina, en skipið kom inn til Siglufjarðar
til hlutalöndunar þann 16. október. Afli er blandaður, mest veiddist af
þorski, karfa og ufsa.

Mánaberg ÓF 42.

Myndin var tekin fyrir stundu, þar sem verið var að þrifa skipið áður en lagt verður að bryggju.
Siglunes í baksýn.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is