Mánaberg nýkomið úr veiðiferð


Mánaberg ÓF-42 kom til hafnar í gær eftir 21 dags veiðiferð. Veður var býsna risjótt í túrnum. Landað verður úr skipinu á morgun. Heildarafli úr sjó er 440 tonn, þar af rúmlega helmingur þorskur. Annar afli er gullkarfi, ufsi og ýsa. Skipið fer á veiðar strax eftir áramót.

Sigurbjörg ÓF-1 er svo væntanleg inn um helgina.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is