Málþing um nýja aðalnámskrá leikskóla


Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga bjóða á næstunni til málþinga um nýja aðalnámskrá leikskóla. Hið fyrra verður 7. nóvember í Gullhömrum í Reykjavík og það síðara 14. nóvember á KEA hóteli á Akureyri. Þau byrja kl. 08.30 og standa til kl. 15.15. Þátttökugjald er 3.500 kr.

Kynningarnar eru einkum ætlaðar starfsfólki leikskóla, sveitarstjórnarfólki í leikskóla- og fræðslunefndum og starfsfólki á skólaskrifstofum en eru einnig opnar öðrum áhugasömum hagsmunaaðilum um leikskólamál.Skráning fer fram á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytisins og er frestur til að skrá sig 31. október nk. Á síðunni má einnig nálgast rafræna útgáfu aðalnámskrár leikskóla og nánari upplýsingar um skráningu.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is