Malbikun Héðinsfjarðarganga að ljúka


Vinna í Héðinsfjarðargöngum er á fullu skriði, enda ráðgert að vígja þau 2. október næstkomandi. Gert er ráð fyrir að malbikun frá Ólafsfirði og þess sem eftir stendur inn í Ólafsfjarðargöng ljúki nú um helgina.

Héðinsfjarðargöng eru í raun tvenn göng, annars vegar 3,9 km milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og hins vegar 7,1 km á milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Vegagerð er alls 15 km, þar af 11 km í göngum.

Framkvæmdir hófust í júní árið 2006. Fyrsta sprenging var 30. september og það verk framkvæmdi þáverandi samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson.

Sprengt var í gegn í Ólafsfjarðargöngum hinn 9. apríl 2009; það gerði Kristján Möller samgönguráðherra.

Í ágúst 2009 var malbikað frá Siglufirði að göngum. Í febrúar 2010 var vinna við vatnsklæðningar. Í júlí 2010 voru Siglufjarðargöng, Héðinsfjörður og 1,8 km inn í Ólafsfjarðargöng malbikuð.

Malbikun í göngum er gerð í tveimur 5 cm þykkum lögum og er lýsit eða ljósum sérinnfluttum norskum steinperlum blandað saman við malbikið, en með því endurkastast birtan mun betur en dökk steinefni og verður vegurinn því sýnilegri í göngunum. Verktaki gerir ráð fyrir að ljúka malbikunarvinnu í öllu verkinu á sunnudaginn.

Þá er unnið að því að gera hliðarvegi í Ólafsfirði og Héðinsfirði tilbúna til klæðningar.

Rafmenn eru undirverktaki Háfells í rafbúnaði og vinna þeir hörðum höndum við að koma upp ljósum og blásurum í loftið og lagningu strengja í göngunum. Þá er unnið við lokafrágang á áningarstöðum á Siglufirði og Héðinsfirði þar sem hægt verður að leggja bílum, njóta útsýnis og setjast niður og fá sér nesti.

Þegar malbikun lýkur verður farið í að setja upp kantstikur, umferðarmerki og mála línur í veginn þannig að hann verður tilbúinn til aksturs í október.

Fyrir íbúa Fjallabyggðar og aðra verður það ekkert annað en bylting í samgöngumálum á Tröllaskaga.

Siglfirðingur.is fékk leyfi til þess að mynda þar inni sunnudaginn 5. september síðastliðinn og bað í framhaldi af því Jóhann Gunnar Stefánsson framkvæmdastjóra Háfells um að rita myndatexta; það var auðsótt mál.

Hér kemur afraksturinn.

Frágangsvinna í Héðinsfirði. Horft til austurs. Kaffiskúrar til hægri.

Sáning byrjuð að taka við sér.

Malbikun í gangi í Ólafsfjarðargöngum, í átt til Ólafsfjarðar.

Malbikunarvél (niðurlagningarvél) leggur malbik í fullri breidd.

Tvöfalt lag er í göngum en eitt lag utan ganga.

Efra burðarlagið slétt og fínt. Úttekið og samþykkt af eftirliti og tilbúið til malbikunar.

Búið að merkja malbiksbrúnir beggja vegna.

Beðið eftir næsta vörubíl með malbik að utan.

Sjóðheitt malbik er flutt á vörubílum sem þurfa að bakka að vélinni,

stundum þónokkra vegalengd.

Áfram sama. Bíllinn nálgast löturhægt.

Malbikinu sturtað í. Malbikunarvélin ýtir síðan bílnum með sér á sínum hraða.

Bílstjórinn hugsar bara um að sturta ákveðið miklu eftir skipunum.

Malbikinu er síðan dreift jafnt með sniglum

og breiddinni stýrt með þessum endastykkjum sem hitamæla malbikið,

leggja það í rétta hæð og breidd.


Stöðugt eftirlit er með útlagningu malbiks.

Fyrir utan starfsmenn á vélinni er sérstakur gæðaeftirlitsmaður verktakans

og auk þess eftirlitsmaður verkkaupa.


Völtun í gangi.


Útlagning í gangi.


Útlagning í gangi undir stöðugu eftirliti.


Áfram sama.


Völtun í gangi.


Útlagning í gangi.


Útlagning og völtun í kjölfarið.


Beðið eftir næsta vörubíl með malbik að utan.


Malbikinu sturtað í. Malbikunarvélin ýtir síðan bílnum með sér á sínum hraða.

Bílstjórinn hugsar bara um að sturta ákveðið miklu eftir skipunum.


Starfsmenn moka lausri möl að malbikskantinum til að styðja við hann við völtunina.


Útlagning í gangi.


Útlagning í gangi.


Starfsmaður Colas.


Tilbúið burðarlag til malbikunar. Hitamistur hangir í göngunum.


Útlagning í gangi.


Útlagning í gangi.


Útlagning í gangi.


Útlagning í gangi.


Útlagning í gangi.


Völtun í gangi.


Teknir eru borkjarnar með reglulegu millibili

til þess að ganga úr skugga um að efnið sé samkvæmt forskrift.

Sjá má ljósa lysit-efnið sem er í efri hluta kjarnanna sem gerir vegyfirborðið ljósara.

Þá er mælt loftinnihald og þéttleiki.


Gísli er gæðaeftirlitsmaður Hlaðbæjar-Colas

sem eru undirverktakar Háfells við malbikunina.


Horft til vesturs yfir Héðinsfjörð. Vinna við áningarstað í gangi.

Kaffiskúrar Háfells eru vinstra megin.


Horft út úr Siglufjarðargöngum yfir Héðinsfjörð.

Sjá má snjóflóðavarnargarð norðan við skálann austan megin.


Unnið að því að bora upp festingar fyrir blásarasamstæður í Siglufjarðargöngum

sem sjá munu um loftræstingu.


Myndir og fréttatexti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

Myndatexti: Jóhann Gunnar Stefánsson, framkvæmdastjóri Háfells | johann@hafell.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is