Maddý selur gömludagadót

Maddý Þórðar - Margrét Steinunn Þórðardóttir - Siglufjörður

Maddý Þórðar flutti til Noregs fyrir þremur og hálfu ári og nýtur sín þar vel. Hún er þessa dagana í heimsókn á Siglufirði og hefur verið að fara í gegnum dót af ýmsu tagi, sem safnast hefur upp hjá henni í gegnum tíðina, eins og víðar. Gömludagadót, kallaði eitt barn það, sem er hið ágætasta nýyrði yfir slíkt. Í gær var hún með bílskúrssölu neðst í Aðalgötunni og mun, ef veður leyfir, halda því áfram á morgun. Einnig næstkomandi fimmtudag, föstudag og laugardag. Kennir þarna ýmissa grasa.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson │ [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]