MA-ingar í heimsókn


Í gærmorgun komu nemendur úr Menntaskólanum á Akureyri ásamt nokkrum kennurum sínum í heimsókn til Siglufjarðar og litu í kringum sig á fyrirfram ákveðnum stöðum, eins og tíðkast hefur í mörg ár, á vorin og haustin. Var þarna um að ræða námsferð 1. bekkjar. A.m.k. fjórir Siglfirðingar voru í hópnum.

Safnaðarheimilið hefur allt frá upphafi staðið þessum gestum opið á hádeginu, þar sem hvílst er um stund og matast og síðan þegin fræðsla um sögu fjarðarins og kristnilíf í gegnum aldirnar niðri í kirkju, náin tengsl sjómanna við þetta og önnur guðshús hér og svo rennt í gegnum nokkra helstu slagara síldaráranna í fjöldasöng, með Sturlaug Kristjánsson við hljómborðið. Og alltaf jafn ánægjulegt að sjá þessa gesti, enda áhugasamir og prúðir með afbrigðum. Það var eins núna.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]