Lúsmýið skæðast í Reykjavík

Lúsmý - Ísland

Um 14% full­orðinna Íslend­inga telja sig hafa verið bitin af lús­mýi á Íslandi í sum­ar sam­kvæmt þjóðar­púlsi Gallup. Mbl.is greinir frá þessu í dag. Þar segir aukinheldur:

„Tæp­lega tvö­falt fleiri íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins en lands­byggðar­inn­ar telja sig hafa verið bitna af lús­mýi í sum­ar, eða tæp­lega 17% Reyk­vík­inga á móti rúm­lega 9% íbú­um lands­byggðar­inn­ar.

Þegar bú­seta þeirra sem telja sig hafa verið bitna af lús­mýi í sum­ar er skoðuð nán­ar, má sjá að hlut­fallið er hæst meðal þeirra sem búa í Reykja­vík, Suðvest­ur­kjör­dæmi og Suður­kjör­dæmi. Um helm­ingi færri íbú­ar Norðvest­ur­kjör­dæm­is segj­ast hafa verið bitn­ir og hlut­fallið er lang­lægst meðal íbúa Norðaust­ur­kjör­dæm­is.“

Mynd og texti: Fengið af Mbl.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is