Lumar þú á málverki eftir Sveinbjörn H. Blöndal?


Feykir.is segir frá því, að Lárus Ægir Guðmundsson muni annast samantekt
á listaverkum eftir
Sveinbjörn H. Blöndal vegna þess að sveitarfélagið Skagaströnd í samvinnu
við
fjölskyldu Sveinbjörns og Menningarráð Norðurlands vestra fyrirhugi að
halda sýningu á verkum hans í sumar.

Sveinbjörn var Siglfirðingur, fæddur 11. október 1932, en lést 7. apríl 2010, sonur
Magnúsar Blöndal framkvæmdastjóra Síldarverksmiðja ríkisins.

Að sögn Örlygs Kristfinnssonar tók Sveinbjörn þátt í samsýningu á afmælishátíð Siglufjarðar í júlí 1968 og hélt einkasýningu í Alþýðuhúsinu kringum 1980.

Þau sem vilja lána málverk eru vinsamlegast beðin um að hafa samband við Lárus Ægi sem allra fyrst í síma 8647444 eða í netfang lalligud@simnet.is.

Tími og staðsetning sýningarinnar verður auglýst síðar.

Sjá upphaflega færslu hér.

Á þessari vefslóð má skoða safn ljósmynda af málverkum Sveinbjörns.

En þessi (og kannski fleiri) eru hins vegar í einkaeigu á Siglufirði:

Þetta málverk Sveinbjörns H. Blöndal er á vegg í Skálarhlíð.

Og þetta, af Óskari Garibaldasyni, er eign Einingar-Iðju,

og er í húsakynnum félagsins á Siglufirði.

Borgarísjaki, sömuleiðis í eigu Einingar-Iðju, og varðveitt hér í bæ.

Í eigu Fjallabyggðar, og er á vegg í ráðhúsinu.

Þessi pennateikning frá 1951 er í eigu Síldarminjasafns Íslands.

Sem og þessi.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is