Lubbinn fjarlægður


Í gær tók breytt fyrirkomulag samkomubanns gildi í landinu. Nú mega 50 manns koma saman og leyfilegt er að fara í klippingu og sjúkraþjálfun, að eitthvað sé nefnt. Tveggja metra reglan er þó enn við lýði.

Steingrímur Kristinsson skrifaði eftirfarandi á Facebook-síðu sína í morgun:

„Fyrsti viðskiptavinur hjá Hrólfi rakara, frá því að Covid-19 lokanir áttu sér stað. Síminn stoppaði ekki á meðan karlinn fjarlægði lubbann sem á mig hafði vaxið síðustu mánuði og snoðaði mig. Langur biðlisti hjá Hrólfi allt fram í næstu viku, og hann hleypir aðeins einum inn á stofu sína í einu. Flottur karl, hann Hrólfur. Mikill léttir fyrir mig sem er ekki hress með of mikið hár. Raunar var lubbinn það eina sem hefur pirrað mig það sem af er þessu Covid ástandi og einangrun. Í Skálahlíð er engin óánægja né ótti og hér er brosað allan sólarhringinn; heimilisfólkið sem og hið yndislega starfsfólk.“

Mynd: Steingrímur Kristinsson.
Texti: Sigurður Ægisson │ [email protected] 

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]