Loksins, loksins


Þótt sólin hefði átt að birtast yfir fjöllunum 28.
janúar síðastliðinn, eftir langt hlé, og gleðja með því íbúa Siglufjarðar alla með tölu, viðraði ekki til þess og hefur ekki gert fyrr
en í dag, að heiðskírt var og bjart. Þá fundu líka margir vel hvers
bærinn hefur farið á mis undanfarið – og allt það sem hann gistir.

En nú sumsé
brosti hún þannig að eftir var tekið, og hækkar sífellt á lofti.

Hvílíkur munur.

Og ekki langt í vorið.

Svona leit nú bærinn út í dag.Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is