Lokahóf KF


Lokahóf KF verður haldið laugardaginn 17. september næstkomandi á Allanum. Borðhald hefst klukkan 21.00. Ýmislegt verður á boðstólum í skemmtun og mat. Veislustjóri verður Þorsteinn Sveinsson.

Aggi og íkornarnir troða upp á sinn einstaka hátt, auk þess sem aðrir leikmenn verða með ýmis atriði. Danni tekur nokkur vel valin lög á gítarinn og áfram mætti lengi telja.

 

Verðlaunaafhending fer einnig fram um kvöldið, þar sem leikmaður ársins verður verðlaunaður. Sömuleiðis verður Nikulásarbikarinn afhentur.

 

Miðaverð á skemmtun, mat og ball er aðeins 3.000 kr. Ársmiðahafar fá ókeypis einn miða á lokahófið. Hvetjum við alla til að nýta sér það.

 

Hljómsveitin Óþekkt sér um dansleik á eftir skemmtun. Stakur miði á dansleik er 1.500 kr.

 

Miðapantanir (og staðfesting á mætingu fyrri ársmiðahafa) í síma 898 7093.


Mynd: Aðsend.

Texti: Þorvaldur Þorsteinsson | thorvald@vis.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is