Lögreglusamþykktin 1915


Í dag, 1. júlí, eru 100 ár síðan fyrsta lögreglusamþykktin fyrir Siglufjörð tók gildi, 1915. Þar var að finna ákvæði um að koma skyldi upp slökkviliði, sem gert var þá um haustið. Þetta er afar forvitnileg lesning.

Hér eru nokkur dæmi:

Ekki mátti fljúgast á á almannafæri (2. gr.).
Bannað var að renna sér á sleðum á götum eða gangstéttum (4. gr.).
Enginn mátti baða sig eða synda nakinn svo nálægt landi að hneyksli gæti valdið (7. gr.).
Eftir gangstéttum mátti ekki fara með „aktól“ nema barnavagna (12. gr.).
Stranglega var bannað að „fara hart fyrir götuhorn“ (15. gr.).
Aldrei mátti breiða síldarnætur til þerris yfir götur (28. gr.).
Veitingahúsum og verslunarbúðum átti að loka eigi síðar en kl. 11 að kvöldi (35. gr.).
Öll síldarverkun átti að „standa undir sérstakri tilsjón heilbrigðisnefndarinnar“ (43. gr.).
Ekkert hús eða herbergi mátti vera svo „hlaðið fólki, sumar né vetur,“ að heilbrigði þess væri hætta búin (47. gr.).
Kauptúnsbúar voru skyldir að „nota“ sótara eigi sjaldnar en tvisvar á ári (53. gr.).

logreglusamthykkt_01

logreglusamthykkt_02

logreglusamthykkt_03

logreglusamthykkt_04

logreglusamthykkt_05

logreglusamthykkt_06

Mynd: Ljósrit úr Stjórnartíðindum 1915.
Texti: Sigurður Ægisson | [email protected]

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]