Lognið á eftir storminum


Gríðarlegt fannfergi er í Siglufirði eftir ofankomu síðasta sólarhrings. Og þau voru mörg verkin sem unnin voru í snjónum í dag. Og misjöfn. Sumir þurftu að moka frá dyrum húsa sinna og jafnvel að moka bílana sína upp, sem höfðu fennt í kaf. Aðrir fengust við eitthvað annað keimlíkt. En í suðurbænum gerðu þessir ungu drengir sér holu og komu sér makindalega fyrir og höfðu góða yfirsýn yfir þá bæjarbúa sem gengu hjá. Þess á milli var tilvalið að fara í leiki í símunum.

Mynd og texti: Anna Hulda Júlíusdóttir.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is