Lóan er komin


Lóan er komin í Siglufjörð. Nokkrar sáust í gær og e.t.v. fyrr. Myndin hér fyrir ofan var tekin meðfram flugbrautinni í gær. Í dag var napurt og í kvöld hefur í ofanálag snjóað. Vonandi fer sú litla að kveða þá niðurkomu og aðra burt. Þetta er orðið ágætt.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is