Ljósnet í öll hús fyrir sumarið


Ljósnet verður komið í öll hús í Siglufirði á fyrri hluta þessa árs. Þessi ánægjulegu tíðindi komu fram í bréflegu svari frá Mílu, þegar erindið var borið undir samskipta- og markaðsfulltrúa fyrirtækisins, Sigurrósu Jónsdóttur. Þetta átti reyndar að klárast árið 2017, en af því varð ekki. „Það eina sem beðið er eftir núna er að frost fari úr jörðu því þessu fylgir gröftur og jarðvegsframkvæmdir. En sem sagt, um leið og aðstæður leyfa, verður hafist handa,“ ritaði Sigurrós.

Mynd: Fengin af Netinu.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is