Ljósmyndasýning


Svissneski ljósmyndarinn Walter Huber sýnir í Saga Fotografica á Siglufirði á morgun og sunnudag, 30. og 31. júlí. Huber vann fyrstu verðlaun í samkeppni svissneskra náttúruljósmyndara í fyrra og var jafnframt valinn ljósmyndari ársins. Verðlaunamyndina, sem sjá má hér að ofan, tók hann úr þyrlu austan við Mýrdalsjökul.

Saga Fotografica er á Vetrarbraut 17 og þar verður opið frá kl. 13.00 til 16.00 um verslunarmannahelgina og kaffisopinn alltaf innan seilingar.

walter_huber_2016

Mynd: Walter Huber.
Texti: Aðsendur.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]