Ljósmyndasamkeppni um bestu fuglamyndina tekna á og við Tröllaskaga


Gisti- og/eða matargestir á Brimneshóteli í Ólafsfirði (www.brimnes.is) hafa frá því í vor getað skráð sig til þátttöku í ljósmyndasamkeppni um bestu fuglamyndina tekna á Tröllaskaganum, í Hrísey, Grímsey, Drangey eða Málmey á tímabilinu 15. apríl til 31. ágúst 2010.

Tilgangurinn er sá að kynna Tröllaskagann og nærliggjandi eyjar fyrir náttúruunnendum og stuðla að aukinni fuglaskoðun og fuglaljósmyndun á svæðinu.

Hver og einn keppandi má senda inn þrjár myndir.

Þau sem komast með myndir sínar í úrslit fá ?Tröllafuglaverðlaunin? sem ætlunin er að veita á VESTNORDEN ferðakynningunni á Akureyri í september 2010 og þar verður einnig tilkynnt um sigurvegara keppninnar, sem hljóta mun Tröllafuglastyttuna og 1.000.000 króna í reiðufé.

Að auki er fjöldinn allur af minni vinningum í pottinum.

Nú er sumsé komið að lokasprettinum. Skilafrestur er til 5. september næstkomandi.

Nánari upplýsingar er að finna á vefslóðinni fuglfyrirmilljon.com.

Stokköndin hefur líka verið nefnd blákolla, blákollsönd, blákollur, dunna,

grasönd, gráönd, grænhöfða, grænhöfðagráönd, grænhöfðaönd, grænhöfði,

húsönd, kílönd, mýrönd, stórönd, stóra gráönd, stökkönd, vatnsönd og villiönd.

Þetta er steggur.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is