Ljósmyndarinn og fyrirsætan


Það er ekki á hverjum degi að ljósmyndarar komast í tæri við jafn gæfa
dílaskarfa og í síðustu viku í grjótinu við Langeyrarveginn
og auðvitað var þá hið kærkomna tækifæri notað. Dílaskarfurinn, sem hafði verið að þurrka sig í blíðunni, flaug
nokkru seinna á vit ævintýranna.

   

Íslenski dílaskarfurinn er eindreginn staðfugl að því leyti að hann fer ekki úr landi. Hann lifir mest á botnfiski, eins og t.d. marhnút, og á það til að sækja hann á mikið dýpi. Fuglinn er djúpsyndur og getur verið allt að mínútu í kafi í einu. Fæðuna gleypir hann ekki fyrr en komið er upp á yfirborðið. Þá étur hann einnig smokkfisk, skeldýr, og krabbadýr og í heitari löndum froska. Veiðitíminn er kvölds og morgna. Þess á milli situr hann oft á landi eða skerjum með blakandi, hálfþanda vængi til að þurrka sig, hvíla og melta.

Mikael, 10 ára, og dílaskarfurinn.

Stærri mynd hér.

Og hér er ein myndanna sem kom úr vél piltsins.

Myndir: Mikael Sigurðsson og Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is