Ljóðasetrið að taka á sig endanlega mynd


Ljóðasetrið er að taka á sig endanlega mynd og er augljóst orðið að þar
bætist enn ein perlan í safnaflóru Fjallabyggðar. Þórarinn Hannesson
hefur síðustu mánuði, vikur og daga unnið sleitulaust við að undirbúa
opnunina, sem hefur verið ákveðin föstudaginn 8. júlí næstkomandi.

Nýlega bauðst
Ljóðasetrinu að kaupa stórt ljóðabókasafn, en burtfluttur Siglfirðingur
fjámagnaði kaupin, sem kynnt verða við opnunina. Kassar með þessari góðu
viðbót voru að koma í hús um helgina síðustu.

Þórarinn Hannesson við ljóðabókakassana sem bárust á dögunum.
Þau sem kynnu að eiga slíkar bækur í fórum sínum, jafnvel í tvíriti, ættu að hugsa til safnsins.

Smekkvísin er allsráðandi þarna, eins og hér má sjá.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is