Ljóðahátíðin Glóð


Ljóðahátíðin Glóð verður haldin á
Siglufirði dagana 23.-25. september næstkomandi og er hún þar með að
líta fjórða árið sitt. Að henni standa Ungmennafélagið Glói og Félag um
Ljóðasetur Íslands. Styrktaraðilar eru Menningarráð Eyþings,
Menningarsjóður Sparisjóðs Siglufjarðar og Fjallabyggð. Sérstakir gestir
að þessu sinni verða Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg
Þrastardóttir.

Frítt er inn á alla viðburði.

Dagskráin, sem er metnaðarfull og áhugaverð, er á þessa leið:

GLÓÐ

LJÓÐAHÁTÍÐ

23.-25. SEPTEMBER 2010

23.09. Fimmtudagur:   

Ljóðadagskrá á vinnustöðum bæjarins kl. 14.30?16.00.


 • Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar flytja eigin ljóð og annarra fyrir bæjarbúa og gesti.Ljóðakaffi á léttum nótum í Þjóðlagasetri kl. 20.00.


 • Gamanvísur fluttar af ýmsum snillingum og ljúfur kaffisopi með.


24.09. Föstudagur:
 

Ljóðalestur í Grunnskóla Fjallabyggðar.


 • Ljóðskáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg Þrastardóttir lesa eigin ljóð.


Ljóðalestur í Skálarhlíð kl. 15.30.

 • Páll Helgason flytur ljóð sín um
  fólkið á Brekkunni fyrir íbúa og gesti, og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
  og Sigurbjörg Þrastardóttir lesa úr verkum sínum.Sýningar í Ráðhússal kl. 16.00.


 • Myndir, munir, bækur og fleira frá Félagi um Ljóðasetur Íslands.


 • Ljóð eftir nemendur við Grunnskóla Fjallabyggðar, samin eftir innblástur frá málverkum úr safni Fjallabyggðar. 


Ljóðakvöld í Gránu kl. 20.00.


 • Ljóðskáldin Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Sigurbjörg Þrastardóttir koma fram
  .25.09. Laugardagur:  

Haustmarkaður í Ljóðasetrinu kl. 14.00?16.00.


           Ljóðrænar sultur, leirker góð             Upplestrar.

          

lopinn hlýr og fagur.                         Tónlist.

          

Bækur sem geyma ljúfust ljóð           Kaffi og með því.

          

og léttur kaffibragur.

Úrslit í ljóðasamkeppni ? Ráðhússalur kl. 17.00.

 • Úrslit í samkeppni nema við Grunnskóla Fjallabyggðar kunngjörð og sýningar opnar.

Ljóð og lag ? Tónlistardagskrá í Gránu kl. 20.00

 • Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson og Þórarinn Hannesson flytja eigin lög við
  ljóð ýmissa skálda, og kvæðamannafélagið Fjallahnjúkar flytur ýmis
  þekkt kvæðalög og ljóð.


Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson.


Sigurbjörg Þrastardóttir.

Litmynd: Fengin af Netinu.
Svarthvítar myndir: Fengnar af vefsíðunum dimma.is og forlagid.is

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is