Ljóðahátíðin Glóð 2011


Ljóðahátíðin Glóð verður haldin á
Siglufirði dagana 15.-17. september næstkomandi og er hún þar með að
líta fimmta árið sitt. Að henni standa Ungmennafélagið Glói og Félag um
Ljóðasetur Íslands.

Og nú er dagskráin orðin klár. Hún er svofelld:    

15.09. Fimmtudagur:   

Ljóðadagskrá á vinnustöðum bæjarins kl. 13.30?15.30.


 • Nemendur Grunnskóla Fjallabyggðar flytja ljóð fyrir bæjarbúa og gesti.Ungskáldakvöld í Gránu kl. 20.00.    


 • Gréta Kristín Ómarsdóttir, Vilhjálmur Bergmann Bragason o.fl. koma fram.


16.09. Föstudagur:
 

Ljóðalestur í Grunnskóla Fjallabyggðar.

 • Þórarinn Hannesson les eigin ljóð fyrir nemendur yngri deilda.

Ljóðræn myndlistarsýning í Ráðhússal kl. 14.00?17.00.

 • Á sýningunni eru myndir úr listaverkasafni Fjallabyggðar og ljóð sem nemendur úr 8. og 9. bekk Grunnskóla Fjallabyggðar ortu við þær í ljóðasamkeppni hátíðarinnar.

Ljóðalestur á Skálarhlíð kl. 15.30.

 • Skáld lítur í heimsókn og les fyrir heimilisfólk og gesti.

Ljóðasetur ? Sagt frá merkum munum og bókum kl. 17.00.

 • Forstöðumaður mun sýna og segja frá ýmsum merkum munum og bókum á setrinu.

Laugi póstur ? Dagskrá á Ljóðasetri kl. 18.00.

 • Dagskrá þar sem ævi og ljóðum Lauga verða gerð skil í tali og tónum og
  verk hans sýnd. Fram koma Daníel Pétur, Þórarinn Hannesson, Sturlaugur
  Kristjánsson og Fjallahnjúkar.

Páll Helgason og fólkið á Brekkunni í Þjóðlagasetri kl. 20.00.

 • Páll Helgason fer með limrur sínar af fólkinu á Brekkunni.
17.09. Laugardagur:  

Einar Már Guðmundsson í Kaffi Rauðku kl. 15.30.

 • Einar Már les úr verkum sínum. Nýjustu bækur hans verða til sölu á staðnum.

Úrslit í ljóðasamkeppni ? Ráðhússalur kl. 17.00.

 • Úrslit í samkeppni nema við Grunnskóla Fjallabyggðar kunngjörð og sýningin opin.

Kósíkvöld í Ljóðasetrinu kl. 20.00?22.00. 

 • Kertaljós, söngur og gítarspil, Gómar með ljóðagjörning, léttar veitingar. Allir velkomnir.

Frítt er inn á alla viðburði hátíðarinnar.

Ungmennafélagið Glói og Félag um Ljóðasetur Íslands.

Einar Már Guðmundsson.

Mynd: Fengin af Netinu.

Texti: Aðsendur.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is