Lítilsháttar tafir


Einhverjar tafir hafa orðið á malbikun í Héðinsfjarðargöngum sökum
vatnsþrýstings, en það mun ekki vera neitt til að hafa áhyggjur af. Ráðgert hafði
verið að klára verkið á morgun en að sögn Daníels Gunnarsson verkefnastjóri tefst það um sólarhring.

Í gær höfðu stórvirkar vinnuvélar og ökutæki í nógu að snúast hérna megin líka, en þar var m.a. verið að aka mold yfir og bak við gangnamunnan og síðan verður sáð í allt grasfræi.

Allt á fullu Siglufjarðarmegin í gær.

Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is
image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is