Listaganga


Ferðafélag Siglufjarðar stendur fyrir hinni árlegu Listagöngu á morgun,
14. desember. Lagt verður upp frá jólatrénu á Ráðhússtorgi kl. 18.00. Göngufólki býðst að kaupa listajólagjafir af heimafólki. Göngunni lýkur á
Kaffi Rauðku, þar sem boðið verður upp á heitt súkkulaði og piparkökur,
og kl. 21.00 tekur svo við þar jólaskemmtun af allra fínasta taginu, því Stúlli
og Gómarnir mæta og heilla lýðinn, auk þess sem ferðafélagið verður með
sýningu á myndum úr göngum sumarsins.

Sjá nánar í meðfylgjandi auglýsingu.

Mynd: Elín Þorsteinsdóttir.

Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is