Listafólk á Leikskálum


Börn á Leikskálum og fjölskyldur þeirra komu saman í dag, á milli kl.
15.00 og 17.00, til að skreyta þar piparkökur og hafa gaman. Eldhúsið var að sjálfsögðu opið
líka og í boði ýmislegt góðgæti, vott jafnt sem þurrt, öllum sem þiggja vildu.

En piparkökurnar, sem leikskólabörnin höfðu bakað í lok
nóvember, voru auðvitað látnar í friði um sinn, eða þangað til á
jólaballinu, sem fyrirhugað er á Þorláksmessu, 23. desember, frá kl. 10.00-12.00.

Þá verður gaman.

Myndir og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is