Lirfa birkifeta veldur usla


Lirfa
fiðrildategundarinnar birkifeta er að gera mikinn usla í fjalldrapa,
birki og bláberjalyngi á Vestfjörðum og Norðurlandi, eins og fram kom í
sjónvarpsfréttum á RÚV í kvöld. Ekki þarf lengra en inn í Almenninga til
að sjá ryðlitar brekkur af hennar völdum. Og sérstaklega er þetta áberandi í
Hraunadal, þar sem akvegurinn upp í Skarð liggur Fljótamegin.

Siglufjörður hefur þó líklega sloppið að mestu eða öllu þetta árið.
A.m.k. ennþá.


Það eru laufblöðin sem kykvendin éta.


Birkifeti
(Rheumaptera hastata) er útbreiddur um norðurhvel jarðar. Á vorin
flýgur hann og verpir. Lirfurnar  byrja að vaxa í júní og
eru að því fram á haust, uns þær púpa sig og eru í þeirri mynd yfir
veturinn.


Sjá nánar á heimasíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands.

Lirfa birkifeta er 15 mm að lengd, fullvaxin.

Myndin var tekin í Hraunadal 3. ágúst 2003. Þá voru aðstæður svipaðar og núna.Mynd og texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is