Líney Rut í stjórn EOC


Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ var síðdegis í gær kjörin í stjórn Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC), fyrst Íslendinga. Líney Rut var kjörin í stjórnina til næstu fjögurra ára. Stjórnin telur 16 manns í heildina; forseta, varaforseta, ritara og gjaldkera og 12 meðstjórnendur. Líney Rut varð sjötta efst í kjörinu um meðstjórnendur en 23 voru í framboði.

Líney Rut er vel þekkt innan EOC en hún hefur starfað í ýmsum nefndum og ráðum innan EOC og m.a. stýrt eftirlitsnefnd á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar. Hún hefur verið framkvæmdastjóri ÍSÍ frá árinu 2007.

Rúv.is greinir frá þessu. Sjá nánar þar.

Líney Rut er yngst af sjö börnum Halldórs Gestssonar póstmanns (f. 1917, d. 2008) og Líneyjar Bogadóttur (f. 1922) en heimili þeirra var við Hlíðarveg á Siglufirði.

Siglfirðingur.is óskar henni innilega til hamingju.

Mynd: Skjáskot af vef Rúv.is.
Texti: Sigurður Ægisson | sae@sae.is.

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is