Líney elst á landsmóti


Líney Bogadóttir frá Siglufirði er elsti þátttakandinn á „Landsmóti UMFÍ 50+“ en það er haldið í Hveragerði um helgina. Frá þessu er sagt á Facebook-síðu Ungmennafélags Íslands.

Líney er 94 ára og hálfu ári betur. Systir hennar varð 97 ára og bróðir 94 ára en systkinin, sem kennd voru við Minni-Þverá í Fljótum, voru alls tíu. Líney á sjö börn og það yngsta, Líney Rut Halldórsdóttir, er framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Sjá nánar hér.

Mynd: Af Facebook-síðu UMFÍ.
Texti: Jónas Ragnarsson | jr@jr.is

image_print

SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: sae@sae.is