Líkan af Drangi


„Á mánudag færðu Sigurður, Snæbjörn og Jósef Guðbjartssynir, Jón Ellert Guðjónsson og fjölskyldur þeirra Síldarminjasafninu líkan af flóabátnum Drangi. Sigurður, Snæbjörn og Jósef eru synir Guðbjarts Snæbjörnssonar fyrrum skipstjóra á Drangi. Drangur er stór þáttur í samgöngusögu Fjallabyggðar, þ.e. bæði Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, en á árunum 1946-1991 sigldi hann á norðlenskar hafnir tvisvar til þrisvar í viku. Með Drangi voru fluttar til staðanna vörur ýmiss konar, mjólk, matvæli og póstur, jafnt sem farþegar.

Líkaninu hefur verið komið fyrir í anddyri Bátahússins og verður þar til sýningar í sumar. Staðsetning þess verður svo endurskoðuð en því er ætlaður staður í nýrri sýningu í Salthúsinu, þar sem fjallað verður um veturinn í síldarbænum…

Líkanið smíðaði Grímur Karlsson og sýnir það elsta Drang, sem sigldi frá 1946-1959, en alls voru þeir þrír.“

Þetta má lesa á heimasíðu Síldarminjasafnsins. Sjá nánar þar.

drangur_01

Myndir: Aðsendar.
Texti: Af heimasíðu Síldarminjasafnsins.

image_print


SIGLFIRÐINGUR.IS | Sími: 899 0278 | Netfang: [email protected]